ISO 9001
ISO 9001:2008 ( e. Quality management systems ) er alþjóðlegur staðall. Hann fjallar um grunnkröfur gæðakerfa og eftir honum er hægt að votta gæðakerfin.
ISO 9001:2008 er gæðastjórnunarkerfi og er leið fyrirtækisins til að beina og stýra starfseminni í átt til gæða sem fullnægja þörfum og væntingum viðskiptavina og hámarkar hagnað fyrirtækisins. Tilgangur með innleiðingu gæðastjórnunarkerfis er að bæta rekstur, styrkja markaðsstöðu og veita viðskiptavinum öryggi.
ISO 9001:2008 er staðall sem er lifandi stjórntæki og öflugt verkfæri.
- Bætir frammistöðu og framleiðni.
- Dregur úr sóun og eykur arðsemi.
- Skapar ný markaðstækifæri
- Beinir athygli og væntingum að þörfum viðskiptavina.
- Stuðlar að markvissri uppbyggingu þekkingu og þátttöku starfsmanna að umbótum.
- Hvetur til varanlegra umbóta.
- Skapar traust á því að þau gæði sem stefnt er að náist og viðhaldist.
PDCA ráðgjafar hjálpar þínu fyrirtæki við innleiðingu á ISO 9001 hvort heldur sem óskað er að fara í vottun eða eingöngu að vinna eftir kerfinu.