ISO 26000

iso26000

ISO 26000 (ISO 26000:2010 Guidance on Social Responsibility)

ISO 26000 er alþjóðlegur staðall um samfélagslega ábyrgð. Staðallinn er leiðbeiningastaðall og ekki er ætlast til að fyrirtæki séu vottuð samkvæmt honum. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem vilja styðjast við staðalinn aðlagi leiðbeiningar að eigin starfsumhverfi, þar sem viðmiðin taka mið af mismunandi menningarheimum og starfsgreinum. Samfélagslega ábyrgt fyrirtæki stuðlar að því að samfélagið þróist á sjálfbæran hátt í sátt við umhverfið. PDCA ráðgjafar hjálpar þínu fyrirtæki við innleiðingu á ISO 26000.