Hulduheim sóknir

Hulduheims

PDCA ráðgjafar bjóða upp á hulduheimsóknir þar sem ráðgjafar heimsækja fyrirtækin reglulega og senda í framhaldi yfirmönnum skýrslu yfir heimsóknina. Með hulduheimsóknum fara nafnlausir matsmenn sem viðskiptavinir og versla við fyrirtæki eða nýta sér á annan hátt þjónustu þess. Mér því að fela raunverulegan tilgang heimsóknarinnar fyrir starfsfólki er tryggt að starfsfólk breyti ekki hegðun sinni. Með þessu er reynt að tryggja að sú þjónusta sem metin er sé sem líkust þeirri þjónustu sem starfsmenn fyrirtækisins veita raunverulegum viðskiptavinum. Eftir að þjónustan hefur verið veitt fylla matsmenn út skýrslu um ýmis fyrirfram ákveðin atriði sem viðkemur þjónustunni, starfsfólkinu og umhverfi.