Fyrirtækið

PDCA ráðgjafar er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að bjóða fyrirtækjum á íslenskum markaði upp á innleiðingu á gæðastjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001:2008 ( Quality Management System ) ásamt fleiri gæðastöðlum.

Gæðastjórnunarkerfið er stjórntæki sem beinir og stýrir starfsemi fyrirtækisins í átt til gæða sem fullnægja þörfum og væntingum viðskiptavina og hámarkar hagnað fyrirtækisins. Stjórnkerfið eykur ánægju viðskiptavina og starfsmanna og eykur samkeppnishæfni fyrirtækisins, eflir traust, gefur forskot á markaði og kemur í veg fyrir mistök og sóun í öllum rekstri.

PDCA ráðgjafar vinnur náið með stjórnendum og starfsmönnum við innleiðingu, gefur út gæðahandbók fyrir viðkomandi fyrirtæki og býður í kjölfarið upp á að aðstoða viðkomandi fyrirtæki til að fá vottun samkvæmt staðlinum, ef fyrirtæki óskar eftir því.

PDCA ráðgjafar bjóða einnig upp á þjónustusamning þar sem fyrirtækið tekur að sér öll gæðamál fyrirtækisins og sinnir starfi gæðastjóra með gæðaúttektum og uppfærslu á gæðahandbókinni.

Kjörorð fyrirtækisins og loforð til viðskiptavina er “Fagmennska, ábyrgð og gæði”. Þar lofar fyrirtækið að gæta ábyrgðar og sýna fagmennsku í sínum gæðastörfum.

Kristín og Steingerður eigendur PDCA voru saman í gæðastjórnunarnámi við verkfræðideild H.Í. Báðar eru þær með mikla reynslu úr atvinnulífinu, önnur með reynslu úr heilbrigðis- og þjónustugeiranum og hin úr framleiðslu- og veitingahúsageiranum. Saman mynda þær sérlega sterkt teymi sem nýtist vel í gæðamálum á mörgum sviðum í atvinnulífinu.

PDCA er ein þekktasta aðferð gæðastjórnunar. Tilurð nafnsins PDCA er skammstöfun og er sprottin frá frumkvöðlum kerfishugsunar Deming og Shewhart. PDCA stendur fyrir gæðahjólinu “The Deming Cycle” sem er:

P = PLAN (skipuleggja)

D =DO (gera)

C = CHECK (athuga/skoða)

A= ACT (fylgja eftir)