Gæðahandbók
Tilgangur með innleiðingu gæðahandbókar er að bæta reksturinn, styrkja markaðsaðstöðu og veita viðskiptavinum ánægju, öryggi og endurkomu til fyrirtækisins. Gæðahandbókin er klæðskerasaumuð fyrir þitt fyrirtæki og tekur á allri starfsemi fyrirtækisins.
Gæðahandbókin byggir fyrst og fremst á ISO 9001:2008 (Quality Management System) sem er alþjóðlegur staðall sem fjallar um grunnkröfur gæðakerfa og eftir honum er hægt að votta gæðakerfið.