Gæðastefna

Stjórnendur PDCA ráðgjafa hafa skilgreint hlutverk og mótað stefnu fyrirtækisins.

Markmið og ábyrgð PDCA ráðgjafa er að veita fyrsta flokks þjónustu í gæðamálum, bæði við innleiðingu og handleiðslu á ISO 9001 gæðastjórnunarstaðlinum.

Hlutverk og framtíðarsýn

Að veita ráðgjöf, þjónustu og sérhæfa sig í að aðstoða fyrirtæki við innleiðingu á gæðastjórnunarkerfi. Framtíðarsýn fyrirtækisins er að vera leiðandi ráðgjafafyrirtæki fyrir íslensk fyrirtæki með það að markmiði að þróast í takt við kröfur tímans.

Kjörorð fyrirtækisins og loforð til viðskiptavina er “Fagmennska, ábyrgð og gæði ”. Þar lofar fyrirtækið að gæta ábyrgðar og fagmennsku og hafa gæðin áfallt í fyrirrúmi.

PDCA leggur áherslu á eftirfarandi atriði:

  • Að veita áreiðanlega þjónustu sem tryggir virkt gæðakerfi í fyrirtækjum og nýtir allt það nýjasta efni og rannsóknir um gæðastjórnun á hverjum tíma til að auka gæði þjónustunnar.
  • Að þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina.
  • Að stjórnskipulag fyrirtækisins miðist við að samskipti og tengsl við viðskiptavininn séu skilvirk og jákvæð og að viðskiptasamningar séu ávallt réttir, sanngjarnir og í samræmi við þörf viðskiptavina.
  • Að mæla skal reglulega stöðu þjónustustigs í fyrirtækinu á meðal viðskiptavina og starfsmanna.
  • Að fyrirtækið byggir jákvæða ímynd og sterka markaðsstöðu til að uppfylla gerðar væntingar viðskiptavina og skapa ánægju.
  • Að fyrirtækið ásetur sér samfélagslega ábyrgð bæði innan fyrirtækisins svo og í viðskiptum ásamt því að keyra á rafrænni skrifstofu og fara leið til grænnar hugsunar.